top of page
Tímabundið starf við verkefnastjórn

Stjórn Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) leitar að drífandi og kraftmiklum einstaklingi í starf verkefnastjóra sambandsins. Starfið er tímabundið og gert er ráð fyrir að  það hefjist í maí og því ljúki 30. september 2021. 

 

Helstu hæfniskröfur:

Framúrskarandi samvinnu- og samskiptahæfni 

Drifkraftur og hugmyndaauðgi

Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

Jákvætt hugarfar og brennandi áhugi á viðfangsefninu

Þekking á Norðvesturkjördæmi og innra starfi Framsóknar er kostur

 

Við hvetjum áhugasama til að beina fyrirspurnum og senda umsóknir til Friðriks,  formanns KFNV, á netfangið fridrikms@gmail.com eða í síma 8997222.  Umsóknir berist fyrir þann 4. maí n.k. Einnig er óskað eftir tilnefningum í starfið.

 

Stjórn KFNV áskilur sér rétt til að velja hvaða umsækjenda sem er eða hafna öllum. 

 

f.h. stjórnar KFNV

Friðrik Már Sigurðsson

11062b_f0cd2b56e86443d68d21b6bc12fe055c_
bottom of page