top of page

Aðildarfélög Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa með sér kjördæmissamband, Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, KFNV. Hlutverk þess er að hafa umsjón og frumkvæði í starfi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og bjóða fram lista flokksins til alþingiskosninga. KFNV ákveður áherslur flokksins í málefnum Norðvesturkjördæmis enda samræmist þær stefnuskrá Framsóknarflokksins. 

Kjördæmisþing hefur æsta vald í málefnum KFNV. Á kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um málefni þess, skipulag og fjárreiður. Stjórn KFNV skal boða til reglulegs kjördæmisþings fyrir 15. nóvember ár hvert.

Stjórn KFNV 2024-2025

Guðjón Ebbi Guðjónsson, formaður

Lilja Sigurðsdóttir

Steinunn Guðmundsdóttir

Þorleifur Karl Eggertsson

Magnús Freyr Jónsson

Jón Örn Stefánsson

Garðar Freyr Vilhjálmsson

bottom of page