top of page
SA_PROFILE_CACHE.jpg

Ragnheiður Ingimundardóttir

Framboð: 5.-6. sæti

Fæðingarár: 1955

Búseta: Strandabyggð

Góðan dag ég heiti Ragnheiður Ingimundardóttir fædd 2.10.1955 og er fædd og uppalin í Kópavogi. Ég sækist eftir 5-6 sæti á lista Framsóknarflokksins í NV kjördæmi í alþingiskosningunum sem fara fram í september 2021.

Ég gekk í grunnskóla í Kópavogi fór svo í Ármúlaskóla sem þá var Gagnfræðarskóli og tók þaðan gagnfræðarpróf var svo 1 vetur í Húsmæðraskólanum að Varmalandi í Borgarfirði.

Var í sveit 10 sumur hér á Ströndunum hjá afa mínum og ömmu þeim Ragnheiði og Daníel sem bjuggu að Tröllatungu í Kirkjubólshrepp og hef ég þaðan örugglega smitast af því að verða framsóknarmaður og er mjög stolt af því. Er gift Sigurði Sveinssyni vélvirkja við eigum 3 uppkomin börn og 9 barnabörn Börnin mín eru Sveinn Oddur matreiðslumaður í Kópavogsskóla, Þuríður Sigurrós stúdent og starfsmaður í sundlaug og Kristinn Ingi trésmiður búsettur í Noregi.  Við byrjuðum búskap á Akranesi áður en við fluttum að Hrófá í Strandabyggð og vorum þar bændur í mörg ár . Ég hef mikinn áhuga fyrir málefnum aldraðra og öryrkja aðalega þeirra kjörum sem eru ekki neitt sérstök núna, sem ég þekki af eigin raun því maðurinn minn er öryrki það er á mörkunum að folk geti lifað að eingöngu örorkubótum, einnig eru samgöngur á landsbyggðinni mikið baráttumál hjá mér og þá serstaklega hér á Vestfjörðum og sveitavegir í Nv kjördæmi sérstaklega út á Vatnsnes og fleiri vegir einnig verður að gera átak í því að breikka allar þessar einbreiðu brýr og næstum einbreiðu vegi amk í Dölunum þar sem varla er hægt að mæta stórum flutningabíl.Svo eru byggðamál mér líka hugleikin því eins og stendur finnst mér ekki gott hvað ungafólkið sækir í Reykjavík. Allavega fækkar fólki hér á Hólmavík og það er allt of lítið af nýsköpun hér og lítið um vinnu og ef fólk vill flytja hignað þá er ekkert um húsnæði því auðvita er ekkert byggt og mér finnst persónlega allt af mikið um að á þessum litlu stöðum séu þessi fínu íbúðarhús í eigu fólks sem býr í öðrum landshlutum og bara notuð á sumrin. Svo er það verslun í dreifbýli það er ekki í lagi að folk þurfi að keyra ca 300 km til að getað verslað vörur til daglegra nota á sama verði og folk á höfuðborgarsvæðinu, það er eins og þeir sem reka þessar verslanir séu ekki hannaðar nema fyrir ferðafólk

Ég hef starfað í Framsóknarflokknum um árabil verið í 8 ár í stjórn Kjördæmissambandsins er í miðstjórn og formaður Framsóknarfélags Hólmavíkur, einnig er í í landstjórn LFK og.líka eldri framsóknarmanna. Stefna Framsóknar hefur ætíð höfðaða til mín .

Ég hef starfað að mestu við verslunarstörf, unnið á elliheimilinu hér á Hólmavík , hjá Sýslumanni og hjá pósti og síma, einnig vinn ég líka stundum á Hóteli hér á sumrin,en núna undanfarin 10 ár sem verslunarstjóri í Vínbúðinni á Hólmavík.

Ég vona að þið kæru félagar að þið veitið mér brautargengi í 5-6 sæti.

Ragnheiður

Hægt er að hafa samband við mig á facebook eða í síma.

Sími: 6985337

Facebook hér.

bottom of page