Halla Signý Kristjánsdóttir
Framboð: 1.-2. sæti
Fæðingarár: 1964
Búseta: Holti í Önundarfirði
Ég Halla Signý Kristjánsdóttir hef ákveðið að gefa áframhaldandi kost á mér í 1.- 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ég bý í Holti í Önundarfirði.
Með reynslu, þekkingu og þau verkefni sem ég hef unnið að á yfirstandandi kjörtímabili býð ég fram krafta mína til næstu fjögurra ára. Ég hef fengið tækifæri að vinna með samheldnum hópi þingflokks Framsóknarmanna sem leggur sig allan fram að leiða verkefnin áfram með samvinnu og festu. Mörg þeirra verkefna sem við löguðum upp með í upphafi kjörtímabils höfum við náð fram þrátt fyrir frá COVID 19. Það hefur verið ánægjulegt að starfa sem þingmaður kjördæmisins. Mín helstu baráttu- og áhugamál hefur verið snúið að byggðamálum, orkumálum, landbúnaði og velferðarmálum.
Ég er fædd á Flateyri 1. maí 1964. Alin upp á Brekku á Ingjaldssandi foreldrar mínir eru Kristján Guðmundsson bóndi og Árilía Jóhannesdóttir húsfreyja. Maki: Sigurður G. Sverrisson verkstjóri hjá Vegagerðinni á Ísafirði. Börnin eru fjögur og barnabörnin orðin jafnmörg og tvö væntanleg á því herrans ári 2021 og njóta því fæðingaorlofs með foreldrum sínum í 12 mánuði. Lenging fæðingaorlofsins og ekki síst feðraorlofið er mál sem Framsóknarflokkurinn hefur stoltur fylgt eftir.
Ég var á hérðasskólanum á Núpi og stundandi nám við MÍ. Tók BS-próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst 2005. Diplóma í opinberri stjórnsýslu HÍ 2011. Þegar ég hóf þingmennsku 2017 stundaði ég framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við HÍ.
Ég hef haft ýmsan starfa m.a. sem starfsmaður Sparisjóðs Bolungarvíkur. Leiðbeinandi við Grunnskóla Önundarfjarðar einn vetur. Sumarstörf hjá Sparisjóði Mýrasýslu tvö sumur. Bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði í tíu ár og fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar 2005–2017. Alþingismaður Norðvesturkjördæmis fyrir Framsóknarflokkinn síðan 2017. Þetta kjörtímabil hef ég setið í atvinnunefnd sem annar varaformaður og einnig á ég sæti í velferðarnefnd. Sit í Vestnorræna ráðinu fyrir hönd Framsóknarflokksins og einnig í þverpólitískri Framtíðarnefnd á vegum forsætisráðuneytisins. Fyrir hönd Framsóknarflokksins sat ég í þverfaglegum starfshópi um gerð orkustefnu fyrir Ísland. Sú vinna hófst 2018 og lauk nú á haustdögum 2020.
Félagsstarf hefur alltaf verið mér hugleikin og var kjörin ung sem fulltrúi á fundi Stéttarsambands bænda er formaður Átthagafélagsins Vorblóms Ingjaldssandi og tekið þátt í samfélagslegum verkefnum í minni heimabyggð. Sat í stjórn Orkubús Vestfjarða í fjögur ár. Ég gekk í Framsóknarflokkinn 16 ára og hef sinnt þar félagsstarfi var m.a. ritstjóri Ísfirðings blaði framsóknamanna á Vestfjörðum.
Halla Signý Kristjánsdóttir