top of page
GLE_A.png

Guðveig Lind Eyglóardóttir

Framboð: 1.-2. sæti

Fæðingarár: 1976

Búseta: Borgarnesi

Frá árinu 2014 hef ég verið oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð og haft tækifæri til að sinna fjölbreyttum trúnaðarstörfum við ólíka málaflokka í tengslum við það.

Þá sat ég í stjórn Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi í 6 ár og fékk þar jafnframt tækifæri til að vinna að sameiginlegum áherslumálum landsbyggðasamtakana.


Að tengja saman hlekkina sem mynda gott samfélag.


Reynslan síðustu ár hefur kennt mér að einn lykilþáttur stjórnmálanna er að rækta með sér þann eiginleika að geta horft á stóru myndina og greina samhengi hlutanna þegar kemur að ólíkum málaflokkum. Þá tel nauðsynlegt fyrir þá er starfa í stjórnmálum að tengja í störfum sínum saman alla þá hlekki sem móta gott samfélag, þar sem fjölbreytt atvinnulíf, umhverfi og velferð einstaklingsins hefur tækifæri til vaxtar.

Sjónarmið mín er lúta að stuðningi við atvinnulífið um allt land samræmast þeim áherslum sem Framsóknarflokkurinn hefur unnið að síðustu áratugi, þar jafnvægis hefur verið gætt í verndun umhverfisins og skynsamlegri nálgun á uppbyggingu innviða sem treysta byggðir landsins. Sértækar aðgerðir í ákveðnum landshlutum með stórátaki í atvinnuuppbyggingu hafa skipt sköpun fyrir ákveðin svæði eins og við þekkjum og tryggt bæði atvinnu, bætt búsetuskilyrði og efnahagslegan bata fyrir íbúa ásamt því að skapa mikilvægar tekjur fyrir þjóðarbúið.


Heilbrigði í efni og anda.


Þá tel ég að eitt af brýnu verkefnum samtímans sé að leggja aukna áherslur á lýðheilsu þjóðarinnar. Tómstundir og íþróttir barna og heilbrigði í efni og anda, geðheilbrigðismál og tækifæri eldra fólks til betri lífsgæða svo eitthvað sé nefnt. Áherslur í þessum málum munu skila sé margfalt til baka.

Einnig er mikilvægt að við sem þjóð sínum framsækni þegar kemur að stuðningi við nýsköpun og þeim tækifærum sem felast í fjórðu iðnbyltingunni og tækniframförum.


Ég er búsett í Borgarnesi. Ein af sjö systkinum, börnum Eyglóar Lind Egilsdóttur. Ég er fædd árið 1976, er gift Vigfúsi Friðrikssyni verslunarmanni og saman eigum við þrjú börn.

Ég er með BA próf í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og lýk nú í vor mastersgráður í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnum frá Háskólanum á Bifröst.


Sú reynsla, þekking og innsýn sem mér hefur hlotnast á síðustu árum í sveitarstjórnarmálunum í samstarfi við öflugan hóp fólks úr ólíkum áttum hefur eflt áhuga minn enn frekar á því að starfa á þessum vettvangi.

bottom of page