Framboðslisti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á fjölmennu aukakjördæmisþingi Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið var í fjarfundi þann 20. apríl.
Póstkosning um fimm efstu sæti listans fór fram dagana 16. febrúar - 13. mars, en samkvæmt framboðsreglum Framsóknar gerir kjörstjórn tillögu um skipan framboðslistans í heild að öðru leyti til stjórnar kjördæmissambandsins sem leggur hann fyrir aukakjördæmisþing.
Framboðslisti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi er skipaður öflugu fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem á það sameiginlegt að vilja vinna að stöðugum umbótum á samfélaginu á grunni samvinnu og jafnaðar. Á listanum fer saman víðtæk þekking, reynsla, framsýni og kraftur til að vinna að öflugu samfélagi, með öruggar grunnstoðir og fjölbreytt atvinnulíf í öndvegi.
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar er oddviti listans. Í öðru sæti er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, háskólanemi og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Þriðja sætið skipar Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður. Í fjórða sæti er Friðrik Már Sigurðsson, bóndi og formaður byggðarráðs Húnaþings vestra og fimmta sætið skipar Iða Marsibil Jónsdóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóri og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Sveinn Bernódusson, járnsmíðameistari í Bolungarvík, skipar heiðurssæti listans.
Framboðslisti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
1. Stefán Vagn Stefánsson, Sauðárkróki - Yfirlögregluþjónn og forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar
2. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Borgarbyggð - Háskólanemi og formaður Sambands ungra Framsóknarmanna
3. Halla Signý Kristjánsdóttir, Önundarfirði - Alþingismaður
4. Friðrik Már Sigurðsson, Húnaþingi vestra - Bóndi og formaður byggðarráðs Húnaþings vestra
5. Iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð - Skrifstofu- og mannauðsstjóri og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar
6. Elsa Lára Arnardóttir, Akranesi - Aðstoðarskólastjóri, formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar og f.v. alþingismaður
7. Þorgils Magnússon, Blönduósi - Skipulags- og byggingarfulltrúi
8. Gunnar Ásgrímsson, Sauðárkróki - Háskólanemi
9. Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir, Stykkishólmi - Nemi
10. Jóhanna María Sigmundsdóttir, Búðardal - Verkefnastjóri og f.v alþingismaður
11. Ragnheiður Ingimundardóttir, Strandabyggð - Verslunarstjóri
12. Gauti Geirsson, Ísafirði - Nemi
13. Sæþór Már Hinriksson, Sauðárkróki - Tónlistarmaður
14. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Borgarbyggð - Lögreglumaður
15. Sigurdís Katla Jónsdóttir, Dalabyggð -Nemi
16. Sveinn Bernódusson, Bolungarvík - Járnsmíðameistari
Stjórn Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi
Niðurstaða póstkosningar
Fréttatilkynning:
Talningu atkvæða í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi er lokið. Tíu aðilar gáfu kost á sér í póstkosningunni. Kosið var um fimm efstu sæti listans fyrir komandi alþingiskosningar. Á kjörskrá voru 1995. Kosningaþátttaka var 58 %
Þau sem hlutu kosningu voru:
Stefán Vagn Stefánsson hlaut 580 atkvæði í fyrsta sæti.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hlaut 439 atkvæði í fyrsta og annað sæti.
Halla Signý Kristjánsdóttir hlaut 418 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.
Friðrik Már Sigurðsson hlaut 526 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.
Iða Marsibil Jónsdóttir hlaut 563 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti.
Þetta tilkynnist hér með.
F.h. Kjörstjórnar
Valgarður Hilmarsson