top of page

Leiðbeiningar

Með kjörseðlinum komu eftirfarandi leiðbeiningar um póstkosningu Framsóknarmanna:

Ágæti viðtakandi.

Þú hefur fengið þessi gögn send þar sem þú ert skráður félagsmaður í Framsóknarflokknum.

Kosið er um 5 efstu sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021. 

Póstkosningin fer þannig fram að þú setur tölustaf fyrir framan nafn þess sem þú vilt kjósa. 1 fyrir framan þann sem þú vilt hafa í fyrsta sæti og 2 fyrir framan þann sem þú vilt hafa í öðru sæti og svo framvegis upp í sjö sæti.

Athugið! Ef ekki er kosið í 5 til 7 sæti þá er atkvæðið ógilt.

Þegar búið er að greiða atkvæði þá er atkvæðaseðillinn settur inn í umslag sem á stendur Kjörseðill og því lokað. 

Kjörseðilsumslag fer í umslag merktu Kjörstjórn, því lokað og aftan á það þarf að staðfesta með undirskrift nafn og kennitölu kjósanda sem staðfestingu um að viðkomandi hafi kosið sjálf/ur.

Athugið! Ef ekki er skrifað aftan á umslagið er atkvæðið ógilt. 

Síðan fer undirritað umslag merkt Kjörstjórn í umslag merkt Kjördæmissambandi Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, b/t kjörstjórn. 

Athugið! Muna að loka öllum umslögum vel.

Síðan að koma svarsendingarumslaginu á pósthús fyrir 13. mars n.k.

Gangi ykkur vel.

Kjörstjórn Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi.

bottom of page