top of page

Aukakjördæmisþing KFNV

Stjórn Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) boðar til aukakjördæmisþings KFNV þriðjudaginn 20. apríl nk. í fjarfundi. Þingið fer fram á ZOOM og hefst kl. 20:00.

 

Drög að dagskrá:
  1. Tillaga kjörstjórnar KFNV um skipan framboðslista lögð fyrir þingið

  2. Ávörp frambjóðenda

  3. Önnur mál

 

Þinggjald er 3.000,- kr. sem skal greiðast á reikning KFNV fyrir þingið:

Kennitala: 540302-3670

Banki: 0349-26-3670

 

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að því að manna kjörbréf fyrir þingið og gott væri að áhugasamir félagsmenn myndu tilkynna sig til þeirra. Kjörbréf þurfa að berast á netfangið fridrikms@gmail.com fyrir kl. 12:00 þann 20. apríl. Athugið að nauðsynlegt er að skrá netföng fulltrúa á kjörbréfið þannig að hægt sé að senda fundarboð á þá í gegnum tölvupóst. 

Starfsnefnd hefur verið skipuð sem hefur það hlutverk að fara yfir kjörbréf vegna þingsins. Hana skipa Þorleifur Karl Eggertsson, Guðný Kristín Sigurðardóttir og Sæþór Már Hinriksson.

Stjórn KFNV

bottom of page