Póstkosning

16. febrúar - 13. mars 2021

​Póstkosning Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir val á lista fyrir Alþingiskosningarnar 2021.

Hér á síðunni má finna kynningu á frambjóðendum, reglur um póstkosningu og upplýsingar um kjörstjórn.


Tilkynning frá kjörstjórn:

Kjörstjórn harmar þau mistök að á kjörseðli póstkosningarinnar er föðurnafn eins frambjóðanda rangt.
Kjörstjórn biður viðkomandi afsökunar á þessum mistökum.


​Hér er kynningarbæklingur.

 

Niðurstöður póstkosningarinnar

Fréttatilkynning

Talningu atkvæða í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðulandskjördæmivestra er lokið. Tíu aðilar gáfu kost á sér í póstkosningunni. Kosið var um fimm efstu sæti listans fyrir komandi alþingiskosningar. Á kjörskrá voru 1995. Kosningaþátttaka var 58 %
Þau sem hlutu kosningu voru:

Stefán Vagn Stefánsson hlaut 580 atkvæði í fyrsta sæti.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hlaut 439 atkvæði í fyrsta og annað sæti.
Halla Signý Kristjánsdóttir hlaut 418 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.
Friðrik Már Sigurðsson hlaut 526 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.
Iða Marsibil Jónsdóttir hlaut 563 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti.
Þetta tilkynnist hér með.

F.h. Kjörstjórnar

Valgarður Hilmarsson

 

Póstkosning Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.