top of page

Breyting á 21. kjördæmisþingi KFNV

Stjórn Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) hefur í ljósi aðstæðna í samfélaginu ákveðið að 21. kjördæmisþing KFNV verði haldið í fjarfundi.  Þá hefur verið ákveðið að fresta setningu þingsins til sunnudagsins 14. nóvember kl. 11:00.

 

Vegna þessa eru formenn aðildarfélaga vinsamlegast beðnir senda kjörbréf netfangið fridrikms@gmail.com fyrir kl. 18:00 þann 13. nóvember nk. Athugið að nauðsynlegt er að skrá netföng fulltrúa á kjörbréfið þannig að hægt sé að senda fundarboð í gegnum tölvupóst. 

 

Þinggjald er 2.000,- kr. sem skal greiðast fyrir kl. 18:00 þann 13. nóvember nk. 

Kennitala: 540302-3670

Banki: 0349-26-3670

 

Uppfærð drög að dagskrá:

 

21. Kjördæmisþing KFNV - sunnudagur 14. nóvember - kl. 11:00

 

1. Setning og kosning starfsmanna þingsins

2. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

4. Ávörp gesta

5.  Almennar stjórnmálaumræður

6. Kosningar

7. Önnur mál

8. Þingslit

Starfsnefnd hefur verið skipuð fyrir 21. Kjördæmisþing Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) og hefur hún þegar tekið til starfa.  Hlutverk nefndarinnar að taka á móti tillögum um frambjóðendur til trúnaðarstarfa á vegum KFNV sem kosið verður um á þinginu.

Starfsnefndina skipa: Garðar Freyr Vilhjálmsson, formaður gardarfreyr@hotmail.com eða í síma 8673516,  Ingi Björn Árnason og Lilja Sigurðardóttir.

Þau embætti sem kosið verður um á þinginu skv. lögum KFNV eru:

  • formaður KFNV

  • sex fulltrúa í stjórn KFNV og sex til vara

  • formann kjörstjórnar

  • sex fulltrúa í kjörstjórn

  • fulltrúa KFNV í miðstjórn, aðal- og varamenn, skv. lögum flokksins

  • þrjá fulltrúa í launþegaráð og þrjá til vara

  • tvo skoðunarmenn reikninga

bottom of page